Myndbönd af kynbótahrossum frá Landsmótinu 2016

08.09.2016 - 08:05
  Vel gengur að koma inn myndböndum af Landsmótinu 2016 inn í WorldFeng og finna má á LM Myndbönd. Flest myndbönd af kynbótahrossum eru orðin aðgengileg fyrir þá sem keypt hafa áskrift að þessum hluta WorldFengs.
 
Sjá sýnishorn með því að smella á mynd hér fyrir ofan. Við hvetjum þá sem ekki hafa tryggt sé áskrift að gera það sem fyrst til að horfa á frábær kynbóta- og keppnishross frá síðustu tveimur Landsmótum.
 
Með því styrkið þið Landsmót ehf. sem og gerið mögulegt að halda áfram samstarfi WorldFengs og Landsmóts ehf. við að gera myndbönd frá Landsmótum aðgengileg í upprunaættbók íslenska hestsins, þar sem þau verða varðveitt í þágu íslenskrar hrossaræktar.
 
WorldFengur vinnur síðan áfram við að klippa og vinna þau myndbönd sem upp á vantar frá Landsmótinu 2016 á Hólum
 
Frétt Worldfengur.com