Fjöldi sýndra hrossa á Íslandi sumarið 2016

14.09.2016 - 16:26
 Nú að afloknum kynbótasýningum sumarsins er rétt að líta yfir farinn veg. Sýningarnar urðu 12 alls, 8 vorsýningar, 1 miðsumarssýning og 3 síðsumarssýningar.
 
Á þessu sýningum voru dæmd 1.428 hross, 1.064 í vor, 99 miðsumars og 265 síðsumars. Á Suðurlandi voru dæmd 948 hross á sex sýningum,  Vesturlandi 177 hross á tveim sýningum, Norðurlandi 287 hross á þremur sýningum og Austurlandi 16 hross. Hér er ekki meðtalið Landsmót á Hólum í Hjaltadal en þar voru dæmd 157 hross. Í töflu 1 má sjá fjölda hrossa á hverri sýningu.
 
Tafla 1. Kynbótasýningar sumarið 2016
 Sýningarstaður Fullnaðardómur Sköpulagsdómur Alls á sýningu 
 Sörlastaðir 82 19 101 
 Selfoss 109 17 126 
 Selfoss miðsumarss. 90 9 99 
 Sprettur 238 27 265 
 Gaddstaðaflatir 189 32 221 
 Gaddstaðaflatir, síðsumarss. 117 19 136 
 SUÐURLAND ALLS: 825 123 948 
 Miðfossar 96 14 110 
Miðfossar, síðsumarss. 63 4 67
VESTURLAND ALLS: 159 18 177
Akureyri 44 6 50
Hólar í Hjaltadal 155 20 175
Melgerðismelar, síðsumarss. 58 4 62
NORÐURLAND ALLS: 257 30 287
Iðavellir 12 4 16
AUSTURLAND ALLS: 12 4 16
   
SAMTALS: 1.253 175 1.428
 
 
Fjöldi sýndra hrossa hefur verið talsvert breytilegur milli ára. Í töflu 2 má sjá fjölda sýndra hrossa síðast liðinn 15 ár.
 
Tafla 2. Fjöldi dæmdra kynbótahrossa s.l. 15 ár.
Ár 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Fjöldi dóma 1.421 1.184 1.530 1.210 1.418 1.340 1.841 1.720 1.301 2.132 1.980 1.552 1.471 1.197 1.428
 *Landsmót og fjórðungsmót eru ekki með í tölum um heildarfjölda dæmdra hrossa.
 
 
Yfirleitt eru fleiri hross sýnd á landsmótsárum eins og sjá má í töflu 2. Árið 2010 var óvenjulegt en þá setti smitandi hósti í hrossum strik í reikninginn þannig að fresta varð landsmóti. Það varð síðan til þess að mikið var sýnt af hrossum á árunum 2011 og 2012 en bæði árin voru haldin landsmót. Fjöldi sýndra hrossa var svipaður á árunum 2014 og 2016 en hins vegar var óvenju lítil þátttaka í fyrra sem skýrist trúlega af ákaflega köldu vori og að ekki var landsmót það ár. Vegna ræktunarstarfsins er ákaflega verðmætt að sem flest ung ódæmd hross skili sér til dóms ár hvert.