Árni Björn Pálsson er knapi ársins 2016

Ræktendur ársins / Bergur Jónsson og Olil Amble

06.11.2016 - 08:31
 Uppskeruháthíð hestamanna var haldin í gærkveldi fyrir fullu húsi í Gullhömrum. Þar voru knapar verðlaunaðir fyrir árangur ársins. Ræktunarbú ársins fvar valið Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble.
 
Knapi ársins er Árni Björn Pálsson
 
Íþróttaknapi ársins er Hulda Gústafsdóttir
 
Gæðingaknapi ársins er Jakob S. Sigurðsson
 
Skeiðknapi ársins er Bjarni Bjarnason
 
Efnilegasti knapinn er Dagmar Ö. Einarsdóttir
 
Kynbótaknapi ársins er Daníel Jónsson.