Glódís Rún vann fimmganginn í Meistaradeild Æskunnar


13.03.2017 - 13:39
 Það voru glæsilegir 36 knapar sem öttu kappi í fimmgangi í Meistaradeild Líflands og æskunnar í TM-Reiðhöllinni á sunnudaginn. Einbeitingin skein úr augunum hjá þessum knöpum framtíðarinnar enda ekki auðvelt verkefni að ná að stilla strengi og ná öllu út úr fimmgangshesti inn í reiðhöll. Toyota Selfossi gaf glæsileg verðlaun og þökkum við þeim fyrir það.
 
Í B-úrslitunum var hart barist og gekk keppendum misjafnlega að hitta á rétt spennustig en leikar fóru svo að Glódís Rún vann þau með góðri sýningu á ungum hesti, Krapa frá Fremri-Gufudal eftir harða keppni við Katrínu Evu á Gylli frá Skúfslæk. Niðurstöður úr B-úrslitum:
6   Védís Huld Sigurðardóttir / Krapi frá Fremri-Gufudal 6,43 
7   Katrín Eva Grétarsdóttir / Gyllir frá Skúfslæk 6,21 
8   Hákon Dan Ólafsson / Spurning frá Vakurstöðum 5,93 
9   Rakel Ösp Gylfadóttir / Greipur frá Syðri-Völlum 5,76 
10   Stefanía Hrönn Stefánsdóttir / Eskill frá Heiði 4,67 
 
Spennan í húsinu jókst töluvert er knapar í A-úrslitum riðu í salinn og ljóst var að allir ætluðu að reyna sitt ítrasta til að landa sigri, enda mörg stig í boði, bæði í einstaklings og liðskeppninni. 
Það má með sanni segja að ný stjarna hafi litið dagsins ljós því Glódís Rún vann nokkuð örugglega á ungum nýstirni í þessari grein, Braga frá Efri-Þverá sem bara á sjötta vetur. Við verðum að hrósa knöpunum fyrir faglegar og glæsilegar sýningar og ljóst er að þeirra er framtíðin.
Úrslit úr A-úrslitinum
1   Glódís Rún Sigurðardóttir / Bragi frá Efri-Þverá 6,79 
2   Thelma Dögg Tómasdóttir / Sirkus frá Torfunesi 6,48 
3   Viktor Aron Adolfsson / Glanni frá Hvammi III 6,43 
4   Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Erla frá Austurási 6,19 
5   Annabella R Sigurðardóttir / Styrkur frá Skagaströnd 5,76 
 
Við þökkum aðal styrktaraðila mótaraðinnar Líflandi kærlega fyrir stuðnininn sem og Toyota Selfossi sem gaf glæsileg verðlaun á mótið. Sjálfboðaliðarnir sem halda svona mótum gangandi, þulunum Sigga og Sigrúnu, tölvustelpunum Súsönnu og Ástu, Rúnari hurðakalli, ritunum mótsins og Drífu Dan fyrir skreytingarnar sem og öllum hinum sem lögðu hönd á plóg.
 
Næsta mót í Meistaradeild Líflands og æskunnar verður sunnudaginn 26. mars og verður þá bæði keppt í slaktaumatölti sem og skeiði í gegnum höllina.