Lið Krappa sigrar Suðurlandsdeildina 2017 - ÚRSLIT

18.03.2017 - 13:32
 Lokakvöld Suðurlandsdeildarinnar fór fram í gærkvöldi! Hestakosturinn var frábær, knaparnir til fyrirmyndar, keppnin hörð og fullt hús af áhorfendum.
 
Það var lið Kvista sem var stigahæsta lið kvöldsins eftir frábærar sýningar þeirra fulltrúa þar sem Gísli Guðjónsson og Kolskör frá Hárlaugsstöðum 2 sigraði flokk áhugamanna, Sæmundur Sæmundsson á Sögu frá Söguey varð fjórði í flokki atvinnumanna, Sigvaldi Lárus Guðmundsson varð í sjöunda sæti í flokki atvinnumanna á Trommu frá Skógskoti og Guðbjörn Tryggvason varð í 15-16 sæti á Irpu frá Feti. Frábær árangur hjá liði Kvista! 
 
En það sem mesta spennan var um var hver skildi verða fyrsti sigurvegarinn í heildarstigakeppni Suðurlandsdeildarinnar. Fyrir lokakvöldið gat allt gerst og hefðu fjögur efstu liðin fyrir fimmganginn geta sigrað en það voru lið Krappa, Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs, Húsasmiðjunnar og VÍKINGanna. Það var hinsvegar lið Krappa sem hélt forystunni líkt og það hafði gert frá öðru mót Suðurlandsdeildarinnar og stóðu þau uppi sem sigurvegarar með 312 stig. Lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs endaði annað með 287,5 stig og lið Húsasmiðjunnar í þriðja með 232,5 stig. 
 
Til hamingju Krappi!
 
Lokaniðurstöður Suðurlandsdeildarinnar 2017
Sæti Lið Stig
1. Krappi ehf 312
2. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 287,5
3. Húsasmiðjan 232,5
4.-5. VÍKINGarnir 201
4.-5. Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 201
6. Heimahagi 199,5
7. Þverholt/Pula 199
8. IceWear 194
9. Kvistir 181,5
10. Kálfholt 148,5
11. Hjarðartún 128
12. Hlökk 115,5
 
Lið Krappa ehf átti frábæran árangur í Suðurlandsdeildinni en liðsmenn þess áttu alltaf a.m.k. einn fulltrúa í úrslitum, sigruðu Parafimi, sigruðu báða flokka í tölti og 2. sætið í flokki áhugamanna í gærkvöldi þar sem aðrir liðsmenn voru rétt fyrir utan úrslit.  
 
 
Heildarniðurstöður Atvinnumanna
  Sæti   Keppandi / Lið Heildareinkunn
1   Ásmundur Ernir Snorrason / Eva frá Strandarhöfði / Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 6,88
2   Ísleifur Jónasson / Prins frá Hellu / Kálfholt 6,88
3   Hekla Katharína Kristinsdóttir / Jarl frá Árbæjarhjáleigu II / Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 6,76
4   Sæmundur Sæmundsson / Saga frá Söguey / Kvistir 6,57
5   Vignir Siggeirsson / Ásdís frá Hemlu II / Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 6,45
6   Jón Páll Sveinsson / Penni frá Eystra-Fróðholti / Hjarðartún 6,38
7   Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Tromma frá Skógskoti / Kvistir 6,17 
8-9   Jóhann Kristinn Ragnarsson / Púki frá Lækjarbotnum / Þverholt/Pula 6,13 
8-9   Hjörtur Magnússon / Freisting frá Flagbjarnarholti / Þverholt/Pula 6,13 
9-10   John Sigurjónsson / Hremmsa frá Hrafnagili / Heimahagi 6,07 
9-10   Lena Zielinski / Öðlingur frá Hárlaugsstöðum 2 / Krappi ehf 6,07 
12   Sigurður Sigurðarson / Magni frá Þjóðólfshaga 1 / Krappi ehf 6,03 
13-14   Auðunn Kristjánsson / Salka frá Hofsstöðum / Hjarðartún 5,97 
13-14   Guðmar Þór Pétursson / Brenna frá Blönduósi / Heimahagi 5,97 
15   Davíð Jónsson / Stimpill frá Hestheimum / Húsasmiðjan 5,93 
16   Kristín Lárusdóttir / Þruma frá Fornusöndum / IceWear 5,83 
17   Hallgrímur Birkisson / Hríma frá Meiri-Tungu 3 / Hlökk 5,73 
18   Ólafur Þórisson / Högna frá Skeiðvöllum / Húsasmiðjan 5,57 
19   Guðmundur Baldvinsson / Þór frá Bakkakoti / VÍKINGarnir 5,40 
20   Hlynur Guðmundsson / Orka frá Ytri-Skógum / IceWear 5,37 
21   Alma Gulla Matthíasdóttir / Flóki frá Strandarhjáleigu / VÍKINGarnir 5,20 
22   Marjolijn Tiepen / Hátíð frá Hofi I / Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 5,10 
23   Ólöf Rún Guðmundsdóttir / Freisting frá Grindavík / Hlökk 4,97 
24   Ingunn Birna Ingólfsdóttir / Svalur frá Blönduhlíð / Kálfholt 4,37 
 
Heildarniðurstöður áhugamanna
  Sæti   Keppandi Heildareinkunn
1   Gísli Guðjónsson / Kolskör frá Hárlaugsstöðum 2 / Kvistir 6,48 
2   Benjamín Sandur Ingólfsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 / Krappi ehf 6,12 
3   Ragnheiður Hallgrímsdóttir / Sif frá Sólheimatungu / Hlökk 6,12 
4   Vilborg Smáradóttir / Þoka frá Þjóðólfshaga 1 / IceWear 6,10 
5   Halldór Gunnar Victorsson / Nóta frá Grímsstöðum / Heimahagi 6,10 
6   Katrín Sigurðardóttir / Þytur frá Neðra-Seli / Húsasmiðjan 5,76 
7   Guðlaug Jóna Matthíasdóttir / Ylur frá Blönduhlíð / VÍKINGarnir 5,21 
8   Guðbrandur Magnússon / Elding frá Efstu-Grund / IceWear 4,93 
9   Elín Hrönn Sigurðardóttir / Harpa-Sjöfn frá Þverá II / Þverholt/Pula 5,60 
10   Guðrún Margrét Valsteinsdóttir / Eskill frá Lindarbæ / Kálfholt 5,57 
11   Þorvarður Friðbjörnsson / Vordís frá Norður-Götum / Krappi ehf 5,50 
12   Theódóra Þorvaldsdóttir / Sproti frá Sauðholti 2 / Þverholt/Pula 5,47 
13   Annika Rut Arnarsdóttir / Lukka frá Árbæjarhjáleigu II / Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 5,10 
14   Steingrímur Jónsson / Örn frá Kálfholti / Kálfholt 5,03 
15-16   Guðbjörn Tryggvason / Irpa frá Feti / Kvistir 4,97 
15-16   Sigurður Helgi Ólafsson / Dagmar frá Kópavogi / Heimahagi 4,97 
17-18   Sigurlín F Arnarsdóttir / Gáta frá Herríðarhóli / Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 4,73 
17-18   Eygló Arna Guðnadóttir / Vonarstjarna frá Velli II / VÍKINGarnir 4,73 
19   Katrín Diljá Vignisdóttir / Gleði frá Hemlu II / Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 4,67 
20   Hrönn Ásmundsdóttir / Þeyr frá Strandarhöfði / Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 4,17 
21   Svanhildur Hall / Þeyr frá Holtsmúla 1 / Húsasmiðjan 3,87 
22   Bjarni Elvar Pétursson / Snægrímur frá Grímarsstöðum / Hjarðartún 2,13 
23   Gréta Rut Bjarnadóttir / Forkur frá Laugavöllum / Hjarðartún 1,00