Fljúgandi fjör

28.03.2017 - 18:10
 Segja má að taumlaus gleði og fljúgandi fjör hafi ríkt í Samskipahöllinni í Kópavogi þegar keppni í slaktaumatölti og flugskeiði fór fram í áhugamannadeildinni í hestaíþróttum.
 
 Í þriðja þætti af „Á spretti“ fylgdumst við með spennandi keppni og kynntum okkur líka líkamlega hliðar hestamennskunnar þar sem við hittum bæði manna- og hesta hnykkjara.
 
 
Úrslit úr þessum tveimur greinum voru eftirfarandi:
 
Slaktaumatölt:
1. Jón Ó Guðmundsson / Roði frá Margrétarhofi 7,38
2. Jón Steinar Konráðsson / Prins frá Skúfslæk  7,17
3. Jóhann Ólafsson / Gnýr frá Árgerði  6,75
4. Hrafnhildur Jónsdóttir / Hrímnir frá Syðri-Brennihóli  6,58
5. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Barði frá Laugarbökkum  6,54
6. Þórunn Eggertsdóttir / Gefjun frá Bjargshóli  6,42
7. Játvarður Jökull Ingvarsson / Sóldögg frá Brúnum  6,33
 
Flugskeið:
1. Sigurður Sigurðsson / Fálki (Taktur) frá Stóra-Hofi 5.44 sek
2.-4.  Herdís Rútsdóttir / Flipi frá Haukholtum 5.53 sek
2.-4.  Sigurður Straumfjörð Pálsson / Hrappur frá Sauðárkróki 5.53 sek
2.-4.  Símon Orri Sævarsson / Klara frá Ketilsstöðum í Holta-og Lsv. 5.53 sek
5.  Viðar Þór Pálmason / Þöll frá Haga 5.55 sek 
 
Horfa má á þáttinn í spilaranum hér að ofan. 
 
Í næsta þætti fylgjumst við með lokamóti deildarinnar, en þar verður keppt í tölti. 
 
Frétt Ruv.is
http://www.ruv.is/frett/fljugandi-fjor