Team Bautinn

29.12.2017 - 09:33
 Sjöunda og síðasta liðið sem við kynnum að þessu sinni í Meistaradeild KS er Team Bautinn. 
 
Baldvin Ari Guðlaugsson er liðsstjóri og honum fylgja Guðmundur Karl Tryggvason, Hinrik Bragason, Viðar Bragason og Vignir Sigurðsson.
 
Sem fyrr er það okkur mikil ánægja að hafa lið austan Tröllaskaga með okkur í deildinni. 
Þarna eru saman komnir hörku keppnismenn úr Eyjafirðinum og hafa fengið til liðs við sig Hinrik Bragason. 
Þetta lið á að geta gert góða hluti í vetur ekki síst ef þeim tekst að fá Hinna til að taka þátt í sem flestum greinum. 
Ekki skemmir fyrir að fimmgangurinn verður haldinn á þeirra heimvelli í Léttishöllinni á Akureyri.
 
21.feb - Gæðingafimi
7.mars - T2
21.mars - 5-gangur - Akureyri
4.apríl - 4-gangur
13.apríl - Tölt & Skeið