Suðurlandsdeildin: Úrslit úr Parafimi og staðan í liðakeppninni

07.03.2018 - 13:12
 Eftir algjörlega frábæra keppni í Parafimi þá var það lið Krappa sem stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins en þeirra pör enduðu í 1. og 3. sæti. 
 
Í Parafimi mynda atvinnumaður og áhugamaður par sem sýnir fyrirfram ákveðið prógram sem þeir hafa æft.  Sýningarnar voru gífurlega fjölbreyttar og skemmtilegar og er þetta grein sem án nokkurs vafa er komin með til að lifa lengi.
 
Niðurstöðu úrslita í Parafimi má sjá hér:
1.       Sigurður Sigurðarson á Rauða-List frá Þjóðólfshaga og Árný Oddbjörg Oddsdóttir á Þrá frá Eystra-Fróðholti. Lið: Krappi. Einkunn: 6.97.
2.       Arnar Bjarki Sigurðarson á Melkorku frá Jaðri og Glódís Rún Sigurðardóttir á Dáð frá Jaðri. Lið: Sunnuhvoll/Ásmúli. Einkunn: 6.93.
3.       Lena Zielinski á Prinsinum frá Efra-Hvoli og Lea Schell á Evör frá Eystra-Fróðholti. Lið: Krappi. Einkunn: 6.80.
4.       Davíð Jónsson á Ólínu frá Skeiðvöllum og Katrín Sigurðardóttir á Yldísi frá Hafnarfirði. Lið: Húsasmiðjan. Einkunn: 6.80.
5.       Pernille Lyager Möller á Rokk frá Ytra-Vallholti og Annika Rut Arnarsdóttir á Spes frá Herríðarhóli. Lið: Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll. Einkunn: 6.50.
6.       Sigurður Sæmundsson á Vonadís frá Holtsmúla 1 og Elín Hrönn Sigurðardóttir á Hörpu-Sjöfn frá Þverá 2 II. Lið: Þverholt/Pula. Einkunn: 6.40.
7.       Ólafur Þórisson á Fálka frá Miðkoti og Sarah Maagaard Nielsen á Kát frá Þúfu í Landeyjum. Lið: Húsasmiðjan. Einkunn: 6.10.
 
Staðan í liðakeppninni fyrir lokamót Suðurlandsdeildarinnar þar sem keppt verður í fimmgang er:
Sæti – Lið - Stig
1.       Krappi - 234 
2.       Húsasmiðjan – 190,5
3.       Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð – 184
4.       Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll - 165
5.       Heimahagi – 159
6.       Sunnuhvoll/Ásmúli – 145
7.       IceWear – 141
8.       Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar – 139
9.       GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir – 138
10.   Þverholt/Pula – 132
11.   Kálfholt/Hjarðartún – 105
12.   Litland Ásahreppi – 67,5
 
Þrátt fyrir að lið Krappa sé komið með töluvert forskot fyrir lokakeppnina sem fram fer þann 20. mars í Rangárhöllinni á Hellu þá getur ennþá allt gerst. 600 stig eru í pottinum á hverju kvöldi og getur lið að mestu fengið 94 stig fyrir kvöldið.  
Sjáumst í Rangárhöllinni, Hellu, þann 20. mars n.k. Viljum þó minna á Vetrarmót Geysis sem fram fer þann 10. mars í Rangárhöllinni. 
Hægt er að fylgjast með viðburðinum hér. https://www.facebook.com/events/1567726689929388/
Myndirnar tók Helga Þóra Steinsdóttir.