Lið Krappa sigrar Suðurlandsdeildina annað árið í röð

21.03.2018 - 08:39
 Eftir gríðarlega spennandi keppni í vetur var það lið Krappa sem stóð uppi sem sigurvegari eftir mótin fjögur í Suðurlandsdeildinni. Liðsmenn Krappa voru í úrslitum í öllum greinum Suðurlandsdeildarinnar. 
 
Styrktaraðili liðsins er smíðafyrirtækið Krappi í Hvolsvelli. Lið Krappa er skipað atvinnumönnunum Sigurður Sigurðarsyni, Lenu Zielinski, Lárusi Jóhanni Guðmundssyni og áhugamönnunum Leu Schell, Benjamín Sand Ingólfssyni og Árný Oddbjörgu Oddsdóttur. Til hamingju með flottan flottan árangur í vetur!
 
Stigahæsta lið fimmgangsins varð lið Heimahaga og var það í annað skiptið sem liðið nær þeim árangri í vetur og er það glæsilegt. Liðsmenn þeirra sigruðu báða flokka en það var Hinrik Bragason á Byr frá Borgarnesi sem sigraði flokk atvinnumanna og í flokki áhugamanna var það Sigurbjörn Viktorsson á Brimrúnu frá Þjóðólfshaga. Einnig urðu Hulda Gústafsdóttir og Vísir frá Helgatúni önnur í flokki atvinnumanna.
 
Krappi sigrar með nokkrum yfirburðum en oft er mjótt á munum milli liða og aðeins örfá stig sem skilja að. Í liðakeppninni er það svo að neðstu þrjú liðin detta út en geta þó að sjálfsögðu sótt um á næsta tímabili á nýjan leik. 
 
Heildarniðurstöðu liðakeppninnar má sjá hér. 
 
Sæti - lið - stig. 
1. Krappi - 288.5
2. Húsasmiðjan - 245.5
3. Heimahagi - 243.5
4. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð - 230.5
5. Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll - 222.5
6. GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir - 196
7. Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar - 193
8. IceWear - 192.5 
9. Sunnuhvoll/Ásmúli - 180.5
---
10. Þverholt/Pula - 170.5
11. Kálfholt/Hjarðartún - 144.5
12. Litlaland Ásahreppi - 92.5
 
Þau mistök urðu við lestur einkunna eftir úrslit áhugamanna að vitlaus röð knapa var lesin í 4. - 6. sæti og biðjumst við afsökunar á því. Rétt úrslit má sjá hér að neðan. 
1. Sigurbjörn Viktorsson og Brimrún frá Þjóðólfshaga 1 - Heimahagi - 6.52
2. Glódís Rún Sigurðardóttir og Snævar Þór frá Eystra-Fróðholti - Sunnuhvoll/Ásmúli - 6.50
3. Vilborg Smáradóttir og Þoka frá Þjóðólfshaga - IceWear - 6.40
4. Róbert Bergmann og Álfrún frá Bakkakoti - Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar - 6.19
5. Gísli Guðjónsson og Bylting frá Árbæjarhjáleigu 2 - Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll - 6.17
6. Katrín Sigurðardóttir og Þytur frá Neðra-Seli - Húsasmiðjan - 5.76
 
Úrslit atvinnumanna má sjá hér.
1. Hinrik Bragason og Byr frá Borgarnesi - Heimahagi - 7.12
2. Hulda Gústafsdóttir og Vísir frá Helgatúni - Heimahagi - 6.86
3. Hekla Katharína Kristinsdóttir og Jarl frá Árbæjarhjáleigu 2 - Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 6.79
5. Elvar Þormarsson og Kolskör frá Hárlaugsstöðum - GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir - 6.76
5.-6. Vignir Siggeirsson og Ásdís frá Hemlu II - Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð - 6.74
5.-6. Sigurður Sigurðarson og Álfsteinn frá Hvolsvelli - Krappi - 6.74
7. Ísleifur Jónasson og Prins frá Hellu - Kálfholt/Hjarðartún - 6.26
 
Stjórn Suðurlandsdeildarinnar þakkar knöpum, starfsmönnum, styrktaraðilum og áhorfendum kærlega fyrir veturinn og er strax orðin mikil tilhlökkun fyrir næsta tímabili sem hefst í janúar 2018. Takk fyrir veturinn!
 
Ítarlegri úrslit verða sett í viðburðinn á facebook. 
https://www.facebook.com/events/1567726689929388/
 
Mynd 1: Lið Krappa ásamt formanni Geysis og mótsstjóra Suðurlandsdeildarinnar. F.v. Ólafur Þórisson formaður Geysis, Lárus Jóhann Guðmundsson, Lea Schell, Árný Oddbjörg Oddsdóttir, Lena Zielinski, Sigurður Sigurðarson og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson mótsstjóri Suðurlandsdeildarinnar. 
 
Mynd 2 : Sigahæsta lið kvöldsins. Fulltrúar Heimahaga Hinrik Bragason á Byr frá Borgarnesi og Hulda Gústafsdóttir á Vísi frá Helgatúni.i
 
Mynd 3 : Sigurbjörn Viktorsson sigurvegari áhugamanna á Brimrúnu frá Þjóðólfshaga 1. Sigurbjörn er fulltrúi Heimahaga. Á myndinni f.v. eru einni Sóley Margeirsdóttir tæknistjóri Suðurlandsdeildar, Ólafur Þórisson formaður Hestamannafélgasins Geysis og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson mótsstjóri Suðurlandsdeildarinnar.
 
Mynd 4: Hinrik Bragason og Byr frá Borgarnesi í sveiflu í Rangárhöllinni í gærkvöldi!