Suðurlandsdeildin 2019

Parafimi - úrslit

20.02.2019 - 10:07
 Í gærkvöldi fór fram þriðja keppni Suðurlandsdeildarinnar 2019 þar sem keppt var í Parafimi. Keppnin var glæsileg í alla staði og segja má að Parafimin sé einkennisgrein Suðurlandsdeildarinnar enda sameinar hún atvinnumanninn og áhugamanninn.
 
Lið Vöðla/Snilldarverks stóð uppi sem sigurvegari liðakeppninnar og stendur nú þeirra lið á toppnum í stigakeppninni! Liðsmenn þeirra enduðu í 3. og 10.-12. sæti.
 
Sigurvegarar kvöldsins voru þær Svenja Kohl á Polku frá Tvennu og Ásta Björnsdóttir á Sunnu frá Austurási í liði Austurás/Sólvangs. Vals vörur voru með kynningu á sínum vörum í anddyri Rangárhallarinnar og fengu efstu þrjú pörin að auki glæsileg VALS mél í verðlaun.
 
Staðan í liðakeppninni er æsispennandi! Tvær greinar eru eftir og er það Tölt og Skeið. Í pottinum eru 759 stig, hvert lið getur fræðilega séð mest fengið 110 stig og minnst 8 stig útúr þessum tveimur greinum. Allir eiga því möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari Suðurlandsdeildarinnar 2019! Níu lið munu eiga þátttökurétt í deildinni á milli ára og því er botn slagurinn einnig spennandi!
 
1. Vöðlar/Snilldarverk 160,5
2. Húsasmiðjan 158,5
3. Fet/Kvistir 154
4. Equsana 150
5. Krappi 145
6. Heimahagi 136
7. Ásmúli 130,5
8. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 127,5
9. Töltrider 122,5
10. Austurás/Sólvangur 117
11. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 116,5
 
Niðurstaða úrslita í Parafimi 2019
1. Ásta Björnsdóttir og Svenja Kohl 7,27 Austurás/Sólvangur
2. Brynja Amble og Sara Camilla 7,20 Ásmúli
3. Eva Dyröy og Pernille Nielsen 6,93 Vöðlar/Snilldarverk
4. Krisín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon 6,90 Equsana
5. Sigurður Sigurðarson og Stine Randers 6,87 Krappi
6. Ólafur Þórisson og Sarah Nielsen 6,87 Húsasmiðjan
 
Næsta og jafnframt lokagrein Suðurlandsdeildarinnar er 5. mars en þá verður keppt í tölti og skeiði.
 
frétt/mynd/facebooksíða keppninnar