Hestvits töltið - Fákasels mótaröðin

21.02.2019 - 10:21
 Fákasels mótaröðin hefst 1 mars en þá verður keppt í tölti T3 og er það Hestvit sem styrkir mótið. Mótaröðin er opin öllum sem eru eldri en 16 ára og mun skráning fara fram inn á Sportfeng. Boðið verður upp á tvo flokka - áhugamanna og opinn flokk. 
 
Hægt verður að safna stigum á hverju móti og eftir síðasta mótið verða veitt 100.000 kr peningaverðlaun fyrir stigahæsta knapa í báðum flokkum. 
 
Skráning hefst á föstudaginn 22. febrúar og lýkur miðvikudaginn 27.febrúar. Skráningagjald er 4.000 kr.-
 
Hinar greinarnar eru:
22. mars Fimmgangur F2
19.apríl Fjórgangur V2
 
 
Hlökkum til að sjá sem flesta taka þátt í skemmtilegri mótaröð á föstudagskvöldum í vor. Hægt verður að fylgjast með Fákasels mótaröðinni á facebooksíðu Fákasels.