Isibless á Íslandi hættir starfsemi.

06.03.2019 - 08:12
 Hestamiðillinn Isibless á Íslandi hættir starfsemi. Þetta kemur fram í frétt á isibless.is þar sem segir m.a.
 
“Eins og eflaust hefur verið tekið eftir, þá hefur Isibless.is ekki verið mjög virkt það sem af er nýju ári. Var það tilkomið vegna áætlaðra breytinga á rekstrarfyrirkomulaginu.
 
Hins vegar reyndist það ekki fært að standa að þessari endurskipulagningu og hefur því verið tekin ákvörðun um að loka vefmiðlinum.
 
Íslenska Isibless síðan mun þó vera áfram uppi um óákveðin tíma, svo lesendur munu áfram geta skoðað það fjölmikla og áhugaverða efni síðunnar þó ekki komi nýtt efni héðan af”.