Úrslit í tölti og skeiði í Suðurlandsdeildinni

06.03.2019 - 21:50
 Í gærkvöldi fór fram lokakeppni í Suðurlandsdeildinni 2019. Hestakosturinn og reiðmennskan var frábær hvort sem var í tölti eða skeiði. Deildin hefur gengið frábærlega, vel hefur verið mætt á öll kvöldin og verður án nokkurs vafa framhald á næsta ári!
 
Kvöldið fór þannig að í tölti stóðu lið Vöðla/Snilldarverks og Krappa jöfn sem stigahæsta liðið í þeirri grein. Í Skeiði var það lið Ásmúla sem var stigahæst. Spennan í liðakeppninni er því gífurleg en það lið sem stendur uppi sem sigurvegari Suðurlandsdeildarinnar 2019 verður tilkynnt á föstudagskvöld!
 
Sigurvegari í tölti atvinnumanna var Telma Tómasson á Baron frá Bala með einkunnina 7,44 og keppa þau fyrir lið Heimahaga. Í flokki áhugamanna var það Svenja Kohl á Polku frá Tvennu með einkunnina 7,22 úr liði Austurás/Sólvangs.
 
Sigurvegari í skeiði í flokki atvinnumanna var Elvar Þormarsson á Tígli frá Bjarnastöðum úr liði Tøltrider sem þaut í gegnum Rangárhöllina á tímanum 6,63 sek og í flokki áhugamanna var það Róbert Bergmann á Tinnu frá Lækjarbakka úr liði Krappa sem fór á tímanum 7,14 sek.
Aðrar niðurstöður má sjá hér að neðan.
 
Tölt - Atvinnumenn
1-2 Telma Tómasson / Baron frá Bala 1 7,44 Heimahagi 
1-2 Hjörvar Ágústsson / Hrafnfinnur frá Sörlatungu 7,44 Tøltrider
3-4 Ólafur Andri Guðmundsson / Gerpla frá Feti 7,39 Fet/Kvistir
3-4 Sigursteinn Sumarliðason / Skráma frá Skjálg 7,39 Húsasmiðjan
5 Brynja Amble Gísladóttir / Goði frá Ketilsstöðum 7,28 Ásmúli
6 Lena Zielinski / Líney frá Þjóðólfshaga 1 7,00 Krappi
 
Tölt - Áhugamenn
1 Svenja Kohl / Polka frá Tvennu 7,22 Austurás/Sólvangur
2 Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum 7,17 Húsasmiðjan
3 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Tign frá Heiði 6,67 Vöðlar/Snilldarverk
4 Vilborg Smáradóttir / Dreyri frá Hjaltastöðum 6,56 Equsana
5 Marie-Josefine Neumann / Lottó frá Kvistum 6,50 Fet/Kvistir
6 Jóhann Ólafsson / Djörfung frá Reykjavík 6,28 Heimahagi
 
Skeið – Atvinnumenn
1 Elvar Þormarsson / Tígull frá Bjarnastöðum 6,63 Tøltrider
2 Ásmundur Ernir Snorrason / Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 6,76 Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð
3 Helga Una Björnsdóttir / Gloría frá Grænumýri 6,78 Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún
4 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Hrappur frá Sauðárkróki 6,90 Ásmúli
5 Eva Dyröy / Glúmur frá Þóroddsstöðum 6,91 Vöðlar/Snilldarverk
6 Davíð Jónsson / Glóra frá Skógskoti 7,01 Húsasmiðjan
 
Skeið – Áhugamenn
1 Róbert Bergmann / Tinna frá Lækjarbakka 7,14 Krappi
2 Jóhann G. Jóhannesson / Vörður frá Hafnarfirði 7,14 Ásmúli
3 Svanhildur Hall / Þeyr frá Holtsmúla 7,33 Húsasmiðjan
4 Sigurbjörn Viktorsson / Messa frá Káragerði 7,42 Heimahagi
5 Ármann Sverrisson / Hausti frá Árbæ 7,47 Austurás/Sólvangur
6 Eygló Arna Guðnadóttir / Birta frá Suður-Nýjabæ 7,48 Tøltrider
 
Myndir: Helga Þóra Steinsdóttir
 
Fleiri myndir er að finna á síðu Hestamannafélagsins Geysis: https://www.facebook.com/Hestamannaf%C3%A9lagi%C3%B0-Geysir-248954922075/
 
frétt/myndfacebooksíða keppninnar