Léttismótaröðin fimmgangur úrslit.

09.03.2019 - 09:36
 Í gærkvöldi var annað keppniskvöld Léttismótaraðarinnar og keppnisgreinin var fimmgangur F1.
 
Góð skráning var og  gaman að fá gesti bæði úr Skagafirði sem og Þingeyjarsýslu meðal annars, ásamt okkar keppendur í Létti. Keppnin var spennandi og skemmtileg og það þurfti sætisröðun til að knýja fram úrslitin að þessu sinni og segir það allt sem segja þarf um hve mjótt var á mununum. 
 
Í gærkvöldi var annað keppniskvöld Léttismótaraðarinnar og keppnisgreinin var fimmgangur F1.Keppnin rann vel og það sem er orðið svo að reglu að allir keppendur eru tilbúnir þegar kallið kemur og því rennur mótið eins og smurð vél, enda svo komið að í starfsmannasveit okkar Léttismanna í mótahaldinu er valin maður í hverju rúmi sem veit hvað til friðarins heyrir og hlutverk sitt er og einmitt það er svo dýrmætt að eiga svo öflugt lið nú þegar mót eru á mót ofan hjá okkur í Létti.
 
Einnig er vert að benda á að með tilkomu útvarssendisins okkar Léttismanna sem og LH kappans er upplýsingaflæði til keppenda mikið og stöðugt  og allir geta verið í tengslum við mótið þótt farið sé upp í hesthúsin í Lögmannshlíðinni.
 
Úrslit kvöldsins urðu sem hér segir.
 
B úrslit.
 
Artemisia Bertus/Lúsia frá Nautabúi eink 6.31. (Ákvað þó að ríða ekki A úrslit.)
Gestur Páll Júlíusson/Stjarnir frá Laugarvöllum eink. 6.19.
Erlingur Ingvarsson/ Blesa frá Efri Rauðalæk eink 6.12.
Konráð Valur Sveinsson/Losti frá Ekru eink 6.07.
Atli Freyr Maríönnuson/Léttir frá Þjóðólfshaga 3 eink 5.95.
 
Atemisia Bertus var efst  eftir forkeppni á hestinum Herjanni frá Nautabúi með einkunnina 6.63 en ákvað að fara frekar með Lúsíu í B úrslitin.
 
A úrslit.
 
Fanndís Viðarsdóttir/ Bergsteinn frá Akureyri eink 6.67 sigraði eftir endurröðun dómara.
Mette Mannseth/ Kalsi frá Þúfum eink 6.67.
Vignir Sigurðsson/Salka frá Litlu-Brekku 6.36.
Viðar Bragason/Þórir frá Björgum eink 6.19.
Ragnar Stefánsson/Mánadís frá Litla-Dal.
 
Mótanefnd Léttis þakkar öllum starfsmönnum fyrir þeirra þátt, keppendum fyrir þátttökuna  sem og áhorfendum fyrir komuna.
 
Næsta verkefni mótanefndar Léttis er áhugamannadeild G Hjálmarssonar  n.k föstudag 15 mars,   þar sem keppt verður í fimmgangi,  en næsta mót í Léttishöllinni er einnig fimmgangur en nú í KS deildinni sem verður á miðvikudagskvöldið 13 mars.
 
Mótanefnd Léttis.
 
frétt/mynd/lettir.is