Hafsteinn frá Vakurstöðum seldur til Þýskalands

12.03.2019 - 10:33
 Landsmótssigurvegarinn Hafsteinn frá Vakurstöðum hefur skipt um eigendur og stefnt er með hann í úrtöku fyrir HM.
 
Ræktandi og seljandi Hafsteins er Halldóra Baldvinsdótti – Vakurstaðir. Hafsteinn vann A flokk á Landsmóti  2018, varð einnig Íslands og Reykjavíkurmeistari í fimmgangi og er annar hæst dæmdi sonur Álfasteins frá Selfossi með 8,70 í aðaleinkunn.
 
Nýr eigandi er Karin Bölter frá Þýskalandi og er stent að því að mæta með Hafstein í úrtöku fyrir Heimsleika undir stjórn Teits Árnasonar.
 
Það var Sabine Girke / Salehorses.is sem sá um milligöngu og sölu á Hafsteini.
 
Mynd / Bjarney Anna Þórsdóttir