Nafn mannsins sem lést í útreiðartúrnum

13.03.2019 - 16:01
Maðurinn sem lést í hesthúsahverfi Hestamannafélagsins Sörla þann 6. mars síðastliðinn hét Davíð Sigurðsson. Hann slasaðist við útreiðar og lést í kjölfarið af áverkum sínum. 
 
Frá þessu greina aðstandendur hans í tilkynningu til Vísis, sem greindi frá andláti mannsins í liðinni viku.
 
Í tilkynningu segir jafnframt að Davíð hafi verið búsettur í Noregi um skeið ásamt fjölskyldu sinni en vann á Íslandi í vetur meðal annars við tamningar. Davíð lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn á aldrinum 17 til 30 ára.
 
Sjá nánar