Áhugamannadeild G Hjálmarssonar - Úrslit fimmgangur.

16.03.2019 - 11:11
 Í gærkvöldi var annað keppniskvöld áhugamannadeildar G Hjálmarssonar haldið í Léttishöllinni og keppt var í fimmgangi. 
 
Heldur var fámennt á skráningarlistanum þetta kvöldið en það sem þó vakti athygli var að konur voru helmingi fleiri en karlar og er þetta ákaflega ánægjulegt að sjá að konur eru ekkert að víla fyrir sér að leggja til skeiðs og sýndu það í gærkvöldi að þeim eru þessi list alveg jafn fær og körlum.
 
Ljúf stemmning var í Léttishöllinni og segja má að í gærkvöldi hafi verið kláruð mikið fimmgangsmótavika því á einni viku hafa verið haldin þrjú fimmgangsmót í húsinu og gaman væri að leggjast í þá rannsóknarvinnu að telja skeiðsprettina glæsta og góða marga hverja sem búið er að leggja í Léttishöllinni síðustu sjö daga.
 
En fyrir utan að þetta var skemmtileg stund sem við áttum þarna saman í gærköldi er það helst til tíðinda að smá tæknivandamál komu upp í mótinu sem töfðu það aðeins en engu að síður gekk þetta að öðru leiti ljómandi vel.
 
Einmitt vegna þessara tæknivandamála getum við ekki birt einkunnir með þessum úrslitum en bætum þeim inn um leið og þær berast heimasíðunni.
 
En úrslit urðu þessi.
 
B úrslit.
6 sæti. Rúnar Júlíus Gunnarsson/Kopar.
7 sæti. Brynhildur Heiða Jónsdóttir/Ásaþór.
8 sæti. Baldur Rúnarsson/Slaufa
9 sæti. Maríanna Rúnarsdóttir/Arnar
10 sæti. Johanna Luisa Driever/Grafík.
 
A Úrslit.
1. Rúnar Júlíus Gunnarsson/Kopar.
2. Guðmundur S Hjálmarsson/Einir.
3. Aldís Ösp Sigurjónsdóttir/Trú.
4. Sigfús Arnar Sigfússon/Matthildur.
5. Belinda Ottósdóttir/Skutla.
6. Elín María Jónsdóttir/Birta.
 
Mótanefnd Léttis þakkar öllum sem að komu kærlega fyrir.
Næsta mót í Léttishöllinni er um næstu helgi en þá verður keppt í Léttisdeildinni í tölti T2 og skeiði.
 
frétt/mynd/lettir.is