Léttisdeildin Tölt T2 - flugskeið. úrslit

24.03.2019 - 10:13
 Í gærkvöldi var þriðja keppniskvöld Léttisdeildarinnar í reiðhöllinni á Akureyri og að þessu sinni var keppt í Tölti T2 og flugskeiði. Kepni var jöfn og spennandi og alltaf gaman að sjá vel útfærða og velheppnaða sýningu í slaktaumatölti. 
 
Ekki er heldur neitt leiðinlegt að sjá glæsta skeiðspretti þeytast í gegnum höllina okkar og þótt ekki hafi verið höggið nætti hallarmetinu að þessu sinni sem er aðeins 4.77 sekúndur sem Svavar Örn Hreiðarsson setti á hryssunni Heklu frá Akureyri fyrir nokkrum árum og er öllum sem sáu ógleymanlegt, sáust í gærkvöldi nokkrir fallegir sprettir. Vil ég leyfa mér að minnast hér á framlag hinnar 17 ára Ingunnar Birnu Árnadóttur sem sýndi okkur svo um munaði að henni er margt til lista lagt og þótt ekki hafi hún náð í verðlaunasæti í skeiðinu að þessu sinni þá er alveg öruggt að hún á eftir að láta að sé kveða í skeiðkeppni á næstu árum ef vel er á spilunum haldið og gott að leggja nafn hennar á minnið.
 
En úrslit gærkvöldsins urðu sem hér segir:
 
Tölt T2.
 
1 Guðmundur K Tryggvason Hrafnhetta frá I- Skeljabrekku Léttir 7,04 
2 Atli Freyr Maríönnuson Svörður frá Sámsstöðum Léttir 6,50 
3 Valgerður Sigurbergsdóttir Krummi frá Egilsá Léttir 6,29
4 Fanndís Viðarsdóttir Vænting frá Hrafnagili Léttir 6,21
5 Bjarki Fannar Stefánsson Vissa frá Jarðbrú Hringur 6,12
6 Viðar Bragason Lóa frá Gunnarsstöðum Léttir 4,46
 
Flugskeið.
 
1. Stefán Birgir Stefánsson Sigurdís frá Árgerði 5,29
2. Svavar Örn Hreiðarsson Bandvöttur frá Miklabæ 5.35
3. Sveinbjörn Hjörleifsson Drífa Drottning frá Dalvík 5.48
4. Viðar Bragason Þórir frá Björgum 5.55 
5. Fanndís Viðarsdóttir Bergsteinn frá Akureyri 5.61
 
Mótanefnd Léttis þakkar öllum sem að komu kærlega fyrir þeirra framlag þetta fallega marskvöld í Léttishöll.
Mótanefnd Léttis.
 
frétt/mynd/lettir.is