Lokahátið Áhugamannadeildar Spretts Equsana deildin 2019

25.03.2019 - 08:34
 Lokahátíð Áhugamannadeildar Spretts – Equsana deildin 2019 – var haldin síðastliðinn föstudag. Gestir voru keppendur, þjálfarar, starfsmenn deildarinnar ásamt styrktaraðilum og öðrum boðsgestum. 
 
Á hátíðinni var frábærri mótaröð fagnað og ljóst er að fimmta keppnisár deildarinnar heppnaðist afburðavel. Sprettarar þakka öllum sem gerðu þessa mótaröð að veruleika, starfsmönnum, styrktaraðilum, knöpum, liðseigendum og þjálfurum, fyrir frábæran vetur. 
 
Undirbúningur er hafinn fyrir næstu mótaröð 2020 en þrjú stigalægstu liðin falla skv. reglum deildarinnar. Það eru lið Hraunhamars, Landvit-Marwear og Geirland-Varmalands. Val á nýjum liðum verður með sama hætti og fyrir mótaröðina í ár. Óskað verður eftir umsóknum og dregið verður úr umsóknum síðsumars. Umsóknarferillinn verður auglýstur síðar.
 
Á lokahátíðinni voru eftirfarandi knapar og lið verðlaunuð – allir leystir út með verðlaunagripum hönnuðum af Sign.
 
Stigahæsti knapinn 2019
1. Sæti  Aasa Ljungberg
2. Sæti Jóhann Ólafsson
3. Sæti Erla Guðný Gylfadóttir
 
 
Stigahæsta lið 2019 er lið Stjörnublikks með 538,5 stig
Aasa Ljungberg
Katrín Sigurðardóttir
Páll Bjarki Pálsson
Þorvarður Friðbjörnsson
Sævar Leifsson
Þjálfari : Sigurður Sigurðarson
 
Í öðru sæti í liðakeppninni er lið Heimahaga með 491 stig
Jóhann Ólafsson
Halldór Gunnar Viktorsson
Sigurbjörn Victorsson
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir
Erlendur Ari Óskarsson
Þjálfari : Teitur Árnason
 
Í þriðja sæti í liðakeppninni er lið Vagna og Þjónustu með 429,5 stig
Brynja Viðarsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
Trausti Óskarsson
Vilborg Smáradóttir
Kristín Ingólfsdóttir
Þjálfari : Hinrik Bragason
 
Lið Vagna og Þjónustu var valið best klædda liðið 2019 – valið af keppendum og nefnd áhugamanndeildar
Brynja Viðarsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
Trausti Óskarsson
Vilborg Smáradóttir
Kristín Ingólfsdóttir
Þjálfari : Hinrik Bragason
 
Þjálfari ársins 2019 – valið af keppendum, dómurum og nefnd áhugamannadeildar
Ísólfur Líndal 
 
Skemmtilegasta liðið 2019 – valið af keppendum og starfsmönnum er lið Snaps og Fiskars
Guðrún Margrét Valsteinsdóttir
Ástey Gunnarsdóttir
Hafdís Anna Sigurðardóttir
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir
Jenny Eriksson
Þjálfari: Halldór Guðjónsson
 
Vinsælasti keppandinn 2019 – valinn af keppendum, dómurum og nefnd áhugamannadeildar
Sverrir Einarsson í liði Tölthesta
 
FT-fjöðrin í ár var gefin þeim sem var til fyrirmyndar á velli sem og utan hans, var valin af formanni FT Súsönnu Sand og nefnd áhugamannadeildarinnar. Sú sem var valin þetta keppnisárið í deildinnni var Guðrún Margrét Valsteinsdóttir fyrir frábæra sýningu í fimmgangi. 
 
Lokastaðan í liða- og einstaklingskeppninni eftir mótaröðina varð eftirfarandi:
Liðakeppni 
 
1. Stjörnublikk 538,5 stig
2. Heimahagi 491 stig
3. Vagnar & Þjónusta 429,5 stig
4. Kæling 398,5 stig
5. Barki 390,5 stig
6. Hest.is 348 stig
7. Garðatorg eignamiðlun 343 stig
8. Sindrastaðir 313 stig
9. Furuflís 303 stig
10. Penninn Eymundsson - Logoflex 302,5 stig
11. Lið Snaps og Fiskars 298 stig
12. Tølthestar 264 stig
13. Eldhestar 232,5 stig
14. Geirland-Varmaland 206,5 stig
15. Hraunhamar 205 stig
16. Landvit - Marwear 168,5 stig
Einstaklingskeppni 
 
1. Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg 41 stig
2. Jóhann Ólafsson 26,50 stig
3. Erla Guðný Gylfadóttir 21,00 stig
4-5 Guðrún Margrét Valsteinsdóttir 19,00 stig
4-5. Svanhildur Hall 19,00 stig
6. Katrín Sigurðardóttir 18,50 stig
7. Herdís Rútsdóttir 17,00 stig
8. Vilborg Smáradóttir 15,50 stig
9. Árni Sigfús Birgisson 12,00 stig
10. Sævar Örn Sigurvinsson 10,00 stig
11. Páll Bjarki Pálsson 9,00 stig
12. Sverrir Sigurðsson 7,50 stig
13-14. Ingimar Jónsson 7,00 stig
13-14. Þorvarður Friðbjörnsson 7,00 stig
15-18. Ríkharður Flemming Jensen 6,00 stig
15-18. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir 6,00 stig
15-18. Brynja Viðarsdóttir 6,00 stig
15-18. Trausti Óskarsson 6,00 stig
19-20. Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5,00 stig
19-20. Helga Gísladóttir 5,00 stig
21-23. Gunnar Már Þórðarson 4,00 stig
21-23. Edda Hrund Hinriksdóttir 4,00 stig
21-23. Guðrún Sylvía Pétursdóttir 4,00 stig
24-25. Erlendur Ari Óskarsson 3,00 stig
24-25. Sigurbjörn Viktorsson 3,00 stig
26-27. Gunnhildur Sveinbjarnardó 2,50 stig
26-27. Halldór Gunnar Victorsson 2,50 stig
28. Arnar Heimir Lárusson 2,00 stig
29. Petra Björk Mogensen 1,00 stig
 
frétt/mymd/sprettarar.is