Meistaradeild Líflands og æskunnar - úrslit úr Hestvits gæðingafimi

25.03.2019 - 10:19
  Í gær fór fram fjórða mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Hestvits gæðingafimin, í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Gæðingafimi er frábær grein sem fær knapann til að hugsa aðeins út fyrir kassann og búa til sýningu sem hentar sér og sínum hesti. 
 
Það var virkilega skemmtilegt að horfa á allar þessar ólíku sýningar og það var mjög greinilegt að mikil vinna hafði verið lögð í æfingar. Við erum stolt af því að hafa svona metnaðarfulla knapa í deildinni okkar!
 
Í gæðingafimi í Meistaradeild Líflands og æskunnar eru ekki riðin úrslit, heldur einungis forkeppni og réðust því úrslitin eftir hana. Katla Sif Snorradóttir á hesti sínum Gusti frá Stokkhólma sigraði gæðingafimina með einkunnina 7,33. Védís Huld Sigurðardóttir varð önnur á Hrafnfaxa frá Skeggstöðum með 7,20 og þriðja varð Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir á Skálmöld frá Eystra-Fróðholti með einkunnina 7,07.
 
Spennan er mikil í einstaklingskeppninni en svona er staðan eftir fjögur mót:
Védís Huld 34
Gyða Sveinbjörg 26
Arnar Máni 22
Signý Sól 21,5
Glódís Rún 18
Katla Sif 16,5
Hákon Dan 13
Jón Ársæll 12
Benedikt Ólafs 12
Haukur Ingi 9,5
Sigrún Högna 7
Sigurður Baldur 6
Hulda María 6
Selma Leifs 6
Glódís Líf 6
Hrund Ásbjörns 4
Guðmar Hólm 4
Diljá Sjöfn 3
Kristófer Darri 2
Kári Kristins 2
Eysteinn Tjörvi 1,5
Þórey Þula 1
 
Í liðakeppninni varð lið Margretarhofs stigahæst með 91,5 stig en þetta varð í þriðja skiptið í vetur sem liðið stóð uppi sem stigahæsta liðið. Staðan í liðakeppninni eftir Hestvits gæðingafimina:
Margretarhof 91,5
Cintamani 78,5
Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 59
H. Hauksson 56
Leiknir 53
Poulsen 48
Traðarland 48
Josera 44
Austurkot 37,5
Lið Stjörnublikks 29,5
Equsana 16
 
Heildarstaðan í liðakeppninni eftir Hrímnis fjórganginn, Steinullar töltið, Toyota Selfossi fimmganginn og Hestvits gæðingafimina:
Margretarhof 335,5
Cintamani 320
H. Hauksson 275,5
Traðarland 224,5
Leiknir 209
Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 204,5
Austurkot 165,5
Josera 150
Poulsen 141,5
Lið Stjörnublikks 135,5
Equsana 81,5
 
Hirðljósmyndarinn okkar, hann Ólafur Ingi, stóð vaktina á þessu móti líkt og á öðrum mótum í vetur og sjá má myndirnar hans á facebooksíðunni https://www.facebook.com/olafuringifoto. 
Næsta mót verður haldið sunnudaginn 7. apríl í TM Reiðhöllinni í Fáki en það er jafnframt síðasta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar þennan veturinn. Þá verður keppt í slaktaumatölti og flugskeiði í gegnum höllina. Spennan er mikil bæði í einstaklings- og liðakeppninni og ljóst er að allt getur gerst! Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
 
Hér eru heildarniðurstöður Hestvits gæðingafiminnar í Meistaradeild Líflands og æskunnar:
 
1 Katla Sif Snorradóttir / Gustur frá Stykkishólmi 7,33 Margretarhof
2 Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,20 Margretarhof
3 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Skálmöld frá Eystra-Fróðholti 7,07 Cintamani
4 Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga 6,90 Traðarland
5 Signý Sól Snorradóttir / Rektor frá Melabergi 6,67 Cintamani
6 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Fífill frá Feti 6,63 Leiknir
7 - 8 Glódís Rún Sigurðardóttir / Ötull frá Narfastöðum 6,53 Margretarhof
7 - 8 Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti 6,53 H. Hauksson
9 Kári Kristinsson / Hrólfur frá Hraunholti 6,50 Josera
10 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Daníel frá Vatnsleysu 6,37 Team Hofsstaðir / Sindrastaðir
11 Kristófer Darri Sigurðsson / Vörður frá Vestra-Fíflholti 6,33 H. Hauksson
12 Rakel Ösp Gylfadóttir / Óskadís frá Hrísdal 6,20 Lið Stjörnublikks
13 Selma Leifsdóttir / Glaður frá Mykjunesi 2 6,13 Leiknir
14 Guðný Dís Jónsdóttir / Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,10 Team Hofsstaðir / Sindrastaðir
15 - 16 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Garpur frá Skúfslæk 6,07 Cintamani
15 - 16 Arndís Ólafsdóttir / Álfadís frá Magnússkógum 6,07 Poulsen
17 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Saga frá Dalsholti 6,00 Poulsen
18 - 20 Þorvaldur Logi Einarsson / Stjarni frá Dalbæ II 5,93 Josera
18 - 20 Jóhanna Guðmundsdóttir / Frægð frá Strandarhöfði 5,93 Cintamani
18 - 20 Sigrún Högna Tómasdóttir / Taktur frá Torfunesi 5,93 Margretarhof
21 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Þokki frá Litla-Moshvoli 5,90 Team Hofsstaðir / Sindrastaðir
22 Elín Þórdís Pálsdóttir / Ópera frá Austurkoti 5,87 Austurkot
23 - 24 Sigurður Steingrímsson / Skutla frá Sælukoti 5,67 Austurkot
23 - 24 Kristín Hrönn Pálsdóttir / Gaumur frá Skarði 5,67 Poulsen
25 Jón Ársæll Bergmann / Glóð frá Eystra-Fróðholti 5,63 Austurkot
26 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 5,60 Traðarland
27 Diljá Sjöfn Aronsdóttir / Kristín frá Firði 5,53 Equsana
28 Ásdís Agla Brynjólfsdóttir / Líf frá Kolsholti 2 5,50 Traðarland
29 - 30 Agnes Sjöfn Reynisdóttir / Klængur frá Skálakoti 5,47 Lið Stjörnublikks
29 - 30 Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 5,47 H. Hauksson
31 - 32 Þórey Þula Helgadóttir / Þöll frá Hvammi I 5,40 Austurkot
31 - 32 Aníta Eik Kjartansdóttir / Lóðar frá Tóftum 5,40 Equsana
33 Matthías Sigurðsson / Caruzo frá Torfunesi 5,37 Leiknir
34 Sölvi Freyr Freydísarson / Gæi frá Svalbarðseyri 5,33 Josera
35 Hrund Ásbjörnsdóttir / Ábóti frá Söðulsholti 5,03 Poulsen
36 - 37 Heiður Karlsdóttir / Sóldögg frá Hamarsey 4,93 Leiknir
36 - 37 Maríanna Ólafsdóttir / Gull-Inga frá Lækjarbakka 4,93 Equsana
38 Natalía Rán Leonsdóttir / Grafík frá Ólafsbergi 4,83 Equsana
39 Sara Bjarnadóttir / Ás frá Tjarnarlandi 4,70 Lið Stjörnublikks
40 Kristrún Ragnhildur Bender / Styrkur frá Seljabrekku 4,30 Lið Stjörnublikks