Telma Tómasson lýsir útsendingu frá fjórgangi í Meistaradeild KS

26.03.2019 - 10:08
 Stjórn meistaradeildar KS í hestaíþróttum segir frá því með stolti að við höfum fengið góðan gest til að vera með okkur í beinu útsendingunni frá fjórgangnum.  Telma Tómasson ætlar að koma norður um heiðar og lýsa útsendingu frá fjórgangi.
 
Telmu þarf vart að kynna fyrir hestamönnum enda hefur hún verið á sjónvarpsskjáum landsmanna um margra ára skeið og hefur verið iðinn við það að flytja fréttir af hestum og hestamönnum.
 
Keppni fer fram miðvikudaginn 27.mars og hefst hún klukkan 19:00.
 
Beina útsendingu má nálgast með því að smella á link hér að neðan.