Áhugamannadeild GH. Tölt T4 - flugskeið úrslit

30.03.2019 - 09:37
 Í gærkvöldi fór fram í Léttishöllinni þriðja keppniskvöld áhugamannadeildar G Hjálmarssonar og nú var lagt í stórvirki því keppt var bæði i slaktaumatölti sem og flugskeiði í gegnum höllina.
 
Þátttaka var með miklum ágætum og þarna skapaðist ákaflega góð og yfirveguð stemming meðal okkar Léttismanna og gesta okkar eins og altalað er í okkar ágætu Léttishöll.
 
Það urðu sviptingar í keppninni eins og alltaf er gaman. Segja má að Jóhann Svanur og Stormur frá Feti hafi farið Grenivíkurleiðina að takmarkinu, því þeir sigruðu bæði B og A úrslit með nokkrum yfirburðum og eru ákaflega vel að þessu komnir og búnir að æfa vel fyrir þessa skemmtilegu grein, Tölt T4. 
Til hamingju Jóhann Svanur. 
 
Svo var það nú ekkert leiðinlegt að sjálfum meistarinn og guðfaðir mótaraðarinnar, Guðmundur S Hjálmarsson myndi sigra skeiðið, enn naumt var það og þeir félagar Gummi og Brattur frá Tóftum þurftu svo sannarlega að leggja allt í sölurnar til að skáka Belindu og Skutlu frá Akranesi því aðeins skildi einn hundraðasti úr sekúndu milli þeirra þegar upp var staðið.
 
Glæsilegir sprettir.
Skemmtilegt kvöld að baki og áhugamannadeildin er svo sannarlega þarfur vettvangur fyrir okkar stigvaxandi hestaíþróttáhugafólk að spreyta sig í. Þökk sé Guðmundi Hjálmarssyni sem styrkir þessa mótaröð með miklum myndaskap eins og áður hefur komið fram.
En úrslit urðu sem hér segir.
 
Tölt T4.
 
B Úrslit.
 
6 Jóhann Svanur Stefánsson Stormur frá Feti Brúnn/milli-einlitt Léttir 6,25 
7 Sigríður Linda Þórarinsdóttir Fífa frá Nautabúi Grár/bleikureinlitt Léttir 5,67 
8 Steingrímur Magnússon Blesi frá Skjólgarði Rauður/bleik-blesótt Funi 5,50 
9 Iveta Borcová Mósi frá Uppsölum Móálóttur,mósóttur/millieinlitt Léttir 5,42 
10 Aldís Ösp Sigurjónsd. Trú frá Árdal Jarpur/milli-einlitt Léttir 5,33
 
A úrslit 
1 Jóhann Svanur Stefánsson Stormur frá Feti Brúnn/milli-einlitt Léttir 6,58 
2 Hugrún Lísa Heimisdóttir Bragi frá Björgum Rauður/milli-einlitt Léttir 6,25 
3 Guðmundur S Hjálmarsson Svörður frá Sámsstöðum Bleikur/álótturstjörnótt Léttir 6,21
4 Hreinn Haukur Pálsson Dáð frá Hólakoti Rauður/millileistar(eingöngu) Léttir 5,83 
5 Örvar Freyr Áskelsson Prins frá Garðshorni Jarpur/rauð-stjörnótt Léttir 5,71
6 Elín M. Stefánsdóttir Kuldi frá Fellshlíð Bleikur/fífil-blesótt Funi 5,17
 
Flugskeið.
 
1. Guðmundur Hjálmarsson / Brattur frá Tóftum 5,65
2. Belinda Ottósdóttir / Skutla frá Akranesi 5,66
3. Hreinn Haukur Pálsson/ Tvistur frá Garðshorni 5.90.
4. Jónas Óli Egilsson / Krumma frá Keldulandi 6,25
5. Hreinn Haukur Pálsson /Dáð frá Hólakoti 6,29
6. Tobías Sigurðsson / Drótt frá Höfðaborg 6,35
 
Því miður eigum við ekki eða allavega höfum ekki fengið mynd frá verðlaunaafhendinu í skeiðinu, en munum birta hana berist hún okkur.
Mótanefnd Léttis þakkar öllum sem með einum og eða öðrum hætti komu að framkvæmd þessa móts sem og áhorfendum kærlega fyrir.
Mótanefnd Léttis,
 
frétt/mynd/lettir.is