Þeir allra sterkustu 2019

01.04.2019 - 19:02
 Þeir allra sterkustu er fjáröflunarmót landsliðs Íslands í hestíþróttum. Landsliðsknaparnir okkar mæta með sterkustu keppnishesta landsins í fjórgangi, fimmgangi og tölti. Aðeins verða riðin úrslit, engin forkeppni. Úrvalsstóðhestar koma einnig fram og dansa um gólfið. 
 
 
Stóðhestaveltan og happdrættið verða á sínum stað. 
 
Mætum öll, styrkjum landsliðið okkar í hestaíþróttum og njótum frábærrar skemmtunar.