Hrímnis mótaröðin: Fimmgangur 24. apríl

11.04.2019 - 08:30
 Þriðja og jafnframt síðasta mótið í Hrímnis mótaröðinni  2019 fer fram miðvikudaginn 24. apríl klukkan 18:00. Boðið verður upp á tvo flokka: 1. Flokk og 2. Flokk þar sem fyrsti flokkur er ætlaður fyrir meira vana. 
 
Skráning stendur frá 17. apríl til miðnættis 22. apríl og er skráningargjaldið 3.000kr.
 
Það verða auðvitað geggjaðir vinningar frá Hrímni en það er einnig tilvalið að ná sér í nokkur stig í stigakeppninni. Flottur vinningar fyrir stigahæstu knapanna í gegnum mótaröðina!
 
Hvetjum knapa til að skrá sig tímanlega!