Fréttatilkynning frá Meistaradeild KS

Ísólfur Líndal er sigurvegari meistaradeildar KS í hestaíþróttum árið 2019

13.04.2019 - 17:19
 Þau leiðu mistök urðu í útreikningum í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS 2019 að rangur sigurvegari var kynntur. 
 
Hið rétta er að Ísólfur Líndal Þórisson sigraði einstaklingskeppnina með 114 stig og krýndur sigurvegari Mette Moe Mannseth hlaut 111.5 stig og varð því í öðru sæti. Því er ljóst að Ísólfur sigraði keppnina í vetur.
 
Við biðjum alla viðeigandi afsökunar á þessum leiðu mistökum um leið og við þökkum keppendum, áhorfendum og starfsmönnum fyrir frábært samstarf og drengilega framgöngu í hvívetna í vetur. 
 
Stjórn Meistaradeildar KS.