Vinsælustu stóðhestar landsins í stóðhestaveltunni

15.04.2019 - 11:07
 Í stóðhestaveltunni til styrktar landsliðs Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 tollar undir hátt dæmda stóðhesta. Sala á umslögum í stóðhestaveltunni fer fram á „Þeir allra sterkustu“ og kostar hvert umslag 35.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.
 
Forsala aðgöngumiða á „Þeir allra sterkustu“ er í Líflandi í Reykjavík og Borgarnesi og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi.
 
Næstu tíu hestar sem við kynnum í stóðhestaveltunni eru:
 
Skýr frá Skálakoti, tollinn gefur Guðmundur Jón Viðarsson og Jakob Svavar Sigurðsson
Sölvi frá Auðsholtshjáleigu, tollinn gefur Tine Terkildsen
Jökull frá Rauðalæk, tollinn gefur Takthestar ehf.
Héðinn Skúli frá Oddhóli, tollinn gefur Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Útherji frá Blesastöðum, tollinn gefur Bragi Guðmundsson, Sveinbjörn Bragason, Valgerður Þorvaldsdóttir og Þórunn Hannesdóttir
Hrókur frá Hjarðartúni, tollinn gefur Egli Oliver
Hrynur frá Hrísdal, Hrísdalshestar sf. og Mari Hyyrynen
Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði, tollinn gefur Ræktunarfélagið Lukku-Láki ehf.
Huginn frá Bergi, tollinn gefur Anna Dóra Markúsdóttir
Þröstur frá Kolsholti, tollinn gefur Helgi Þór Guðjónsson
 
LH þakkar gefendum stuðninginn.
 
frétt/mynd/lhhestar.is