Folatollur undir Kveik frá Stangarlæk fyrir 35.000 kr.

20.04.2019 - 12:50
 Í stóðhestaveltu landsliðs Íslands í hestaíþróttum fær einn heppinn kaupandi toll undir Kveik frá Stangarlæk fyrir 35.000 kr.
 
 Það sama gildir um Skýr frá Skálakoti, Þráinn frá Flagbjarnarholti, Draupni frá Stuðlum, Konsert frá Hofi, Organista frá Horni, Rauðskegg frá Kjarnholtum, Ljósvaka frá Valstrýtu, Spuna frá Vesturkoti, Skagann frá Skipaskaga, Útherja frá Blesastöðum, Óskastein frá Íbishóli, Sjóð frá Kirkjubæ, Ferni frá Feti, Óm frá Kvistum og 85 aðra topphesta sem slegist er um að halda undir.
 
 Tollar í stóðhestaveltunni eru til sölu á sýningunni "Þeir allra sterkustu" laugardagskvöldið 20. apríl í TM-reiðhöllinni í Víðidal.
 
Verður þú sá/sú heppni/heppna?