Hestaferðir, undirbúningur og upplifanir

23.04.2019 - 20:41
 Hermann Árnason er hestamaður af guðs náð og mikill ferðakappi, bæði á sínum eigin tveimur fótum en ekki síður á hestum. Hermann hefur sennilega farið víðar um Ísland á hrossum en flestir aðrir og má sérstaklega nefna stjörnureiðina frægu og eins fór hann allt suðurland, yfir allar ár án þess að nota brýr.
 
Hann ætlar að koma í Harðarból, félagsheimili Harðar í Mosfellsbæ 26.apríl kl 20:00 og eiga með okkur kvöldstund og fara yfir það sem gott er að hafa í huga fyrir hestaferðir, almennan undirbúning og hvernig er hægt að leysa úr ýmsum málum á fjöllum svo upplifun af ferðum verði sem best.  Einnig segir hann frá sínum eigin ferðum sem eru um margt stórbrotnar, þvers og kruss um landið í bókstaflegri merkingu.
 
Að erindinu loknu verður hægt að kaupa léttar veigar og eiga samverustund, ræða málin og hestamennskuna.  Ágóði veitingasölu rennur til Fræðslustarfs fatlaðra í Herði.
 
Þetta er eitthvað sem engin áhugamaður um hesta ætti að láta framhjá sér fara.
Aðgangseyrir er 1000 krónur.