„Ekki nýr hrossa­sjúk­dóm­ur“

Borið hef­ur á því að hross á húsi hafi veikst lít­il­lega á síðustu vik­um.

25.04.2019 - 20:17
 „Það er ekki nýr hrossa­sjúk­dóm­ur í land­inu. Það eru ennþá smit land­læg frá því fyr­ir rúm­um ára­tug og tveim­ur. Það lít­ur allt út fyr­ir að það sé aðeins að ná sér á strik núna,“ seg­ir Sig­ríður Björns­dótt­ir dýra­lækn­ir hrossa­sjúk­dóma hjá MAST.
 
Borið hef­ur á því að hross á húsi hafi veikst lít­il­lega á síðustu vik­um. Hest­ar hafi fengið hósta, slím úr nös­um og hita­sótt. Til­felli hafa verið staðfest á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi og Vest­ur­landi.
 
Hesta­menn eru hvatt­ir til að fylgj­ast með hest­um sín­um á húsi. Ef þeir verða mikið veik­ir og hætta að éta þá þarf að meðhöndla þá en slíkt er óal­gengt. Ann­ars ættu hest­arn­ir að kom­ast yfir þetta af sjálfs­dáðum. Forðast skal að hafa hest­ana mikið inni við í smituðu lofti og gagn­legt get­ur verið að hreinsa hest­hús vel til að minnka smitálagið.
 
Sig­ríður tek­ur fram að ekki er út­lit fyr­ir að far­ald­ur brjót­ist aft­ur út á land­inu eins og gerðist árið 2010. Þau hross sem veikj­ast núna eru ekki komn­ir með mót­stöðu gegn þess­ari pest. Þess má geta árið 2010 var lands­móti hesta­manna frestað um eitt ár vegna hestapest­ar­inn­ar. 
 
frétt/mbl.is