Hestafjör 2019

26.04.2019 - 12:35
 Hestafjör Æskulýðsnefndar Sleipnis verður haldið 11.maí. Hestafjör er dagur krakkana, þar sem þau sýna skrautprógrömm á hestum sínum. Þeim er skipt niður í hópa og velur hver hópur sitt þema og lag til að hafa við prógrammið. Kennari verður Áslaug Fjóla.
 
Þetta er mjög skemmtilegur dagur, með hestasýningum og öðrum skemmtiatriðum.
Æfingar fyrir hestafjörið verða: mánudaginn 29 apríl, fimmtudaginn 2 maí, 6,7, og 9 maí. Generalprufa verður föstudaginn 10 maí.
Endilega sendið skráningu á netfangið [email protected] Hestafjörið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
 
Æskulýðsnefnd Sleipnis