Kveikur frá Stangarlæk á Ræktun í kvöld.

27.04.2019 - 09:24
 Hinn einstaki Kveikur frá Stangarlæk ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni á Ræktun í kvöld. Hann er hæst dæmdi klárhestur í heimi með 8,88 fyrir hæfileika. Þessi hestur er með frábært geðslag og einstaka hæfileika. 
 
Ekki skemmir fyrir að hin bráðflinka Aðalheiður Anna sýnir okkur þennan stólpa gæðing ásamt fleiri topp hrossum. Húsið í Fákaseli opnar kl 17.00 og verður hlaðborð með nautakjöti og hamborgarahrygg.
 
Miðasala fer mjög vel af stað og stefnir í frábæra stemningu í Fákaseli í kvöld. 
Sýningin hefst kl. 20:00 og fer forsala miða fram í Baldvin og Þorvaldi, Líflandi á Hvolsvelli og Reykjavík. Einnig verður miðasala við innganginn. 
 
Tilvalið að skella sér á frábæra sýningu á mörgu af því besta sem hestamenn hafa uppá að bjóða.
Miðaverð er kr. 3.000, frítt fyrir 12 ára og yngri.
 
frétt/ mynd/facebooksíða /Jóna Margrét Ragnarsdóttir