Komdu með á HM í Berlín

08.05.2019 - 13:27
 Ferðaskrifstofan Vita er samstarfsaðili LH í sölu á ferðum á HM í Berlín í ágúst. Vel hefur gengið að selja ferðir á mótið og því stefnir í frábæra stemmningu í stúkunni í Berlín. 
 
Þeir sem hafa upplifað HM áður vita að vandfundnir eru glæsilegri viðburðir tengdir Íslandi en Heimsmeistaramót íslenska hestsins. Þeir sem eru að fara í fyrsta sinn á HM verða ekki fyrir vonbrigðum.
 
Mótsstaðurinn heillar marga enda er Berlín engu lík, stórborg með óteljandi margt í boði til að skoða. Upplagt er að njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða um leið og farið er á Heimsmeistaramót íslenska hestsins því þó hótelið sem dvalið er á sé gott þá er ekkert vit að hanga á hótelinu þegar dagskránni á HM sleppir.
 
Samkvæmt Vita er uppselt í vikuferðina 5. til 12. ágúst og einnig í helgarferðina 8. til 12. ágúst. Ennþá eru örfá sæti laus í ferðina 8. til 13. ágúst og eitthvað fleiri í vikuferðina 6. til 13. ágúst.
 
LH hvetur fólk til að skoða ferðirnar á HM hjá Vita, um leið og þú kaupir ferð hjá Vita styrkir þú landsliðið okkar.