Opið íþróttamót Spretts 2019

08.05.2019 - 08:29
 Opið íþróttamót Spretts verður haldið á Samskipavellinum dagana 16.– 19. maí. Skráning er hafin og stendur til miðnættis sunnudaginn 12. maí. 
 
Ekki verður  tekið við skráningum eftir það. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Eingöngu er tekið við greiðslum gegn debet- og kreditkortum.
Mótanefnd Spretts áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þáttaka. Lög og reglur um eftirfarandi flokka má finna inná 
https://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/2018/lh_logogreglur_2017_1_vidauki_1_2018.pdf
 
Dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. 
 
Boðið verður uppá eftirfarandi flokka og keppnisgreinar:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Tölt T3 – Tölt T7
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
2. flokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
1. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 – Fimmgangur F1 – Tölt T1 – Tölt T2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
 
Skráningagjöld eru eftirfarandi:
Barnaflokkur og unglingaflokkur: 4500 kr.
Ungmennaflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur: 5500 kr.
 
Ef þið lendið í vandræðum við skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected]  
 
 verður haldið laugardaginn 11. Maí. kl.11:00 í reiðhöll Sleipnis.
Á Hestafjörinu sýna ungir og efnilegir knapar úr hestamannafélögunum Sleipni og Ljúf listir sínar, ásamt hópum frá Fsu, Töltskvísum suðurlands og öðrum skemmtiatriðum. 
 
Hvetjum fólk til að mæta og njóta dagsins með okkur. Aðgangur ókeypis.
Æskulýðsnefnd Sleipnis
 
Frétt/sprettur