Uppfærð útgáfa af lögum og reglum LH

23.05.2019 - 18:51
 Uppfærð útgáfa af lögum og reglum LH er komin inn á vefinn með breytingum sem samþykktar voru á landsþingi 2018. 
 
Helstu breytingar eru þessar:
 
Breyting á gr. 1.2.2 um að breytingartillögur við keppnisreglur skulu berast LH þremur mánuðum fyrir landsþing.
Breyting á gr. 2.8.2 um að dómarafélögin sjái um skipun yfirdómara á stórmótum.
Breyting á kafla 4 um flokkaskiptingu og keppnisgreinar í aldursflokkum, gr. 4.2. Bjóða má upp á allar keppnisgreinar innan hvers styrkleikaflokks þannig að knapar sem vilja fá að keppa á sínum besta hesti geta keppt á nýjum hestum í léttari greinum og einnig er hægt að keppa t.d. T1 í áhugamannaflokkum.
Breyting á kafla 5, reglugerð um Íslandsmót.
Breyting á gr. 6.5 um val hrossa og keppenda á Landsmót.
Breyting á kafla 7, reglugerðir um gæðingakeppni, A-flokkur ungmenna bætist við.
Breyting á gr. 8.1.3.2 um skeifnamissi í keppni.
Allar geinar um pollaflokka hafa verið felldar út úr lögunum. Samkvæmt reglum ÍSÍ á ekki að sætaraða knöpum yngri en 10 ára og voru allar reglur um keppni í pollflokki felldar út í samræmi við það.
Aftast í 8. kafla eru viðaukar með breytingum sem samþykktar voru á þingum FEIF 2018 og 2019.