Graðhestamannafélag hestakarla í Sörla boðar til samreiðar hestakarla

24.05.2019 - 22:22
 Graðhestamannafélag hestakarla í Sörla boðar til samreiðar hestakarla miðvikudaginn 29. maí kl. 19:00. 
 
Dagskrá kvöldsins.
 
 19:00 Smyrlabúð
 
 Lagt af stað í útreiðatúr að Smyrlabúð  á slaginu 19:00.  Einn hestur í þjálfun dugar.
 
 Stefnt að því að koma til baka upp úr 20:00, fer eftir því hver leiðir.
 
 20:30 Bjarnaból
 
Heimsækjum Bjarna Sigurðsson í hesthús hans og Helgu að Sörlakeiði 9 þar sem góð von er um kalda hressingu.  Bjarni mun stuttlega gera grein fyrir vonum og væntingum í upprennandi hrossarækt í bland við hefðbundið karlagrobb.  Í anda listaverkasalans verður skellt á örlitlu uppboði svo sem hefð er að skapast um og gleymast seint þau reifarakaup sem gerð voru á síðasta kótilettukvöldi.
 
Hér má setja hesta í gerði sem notast til keppni síðar um kvöldið sem og hesta þeirra sem eru í Hlíðarþúfum.
 
 21:00 Smalinn
 
Í reiðgerðinu við Sörlastaði verður sett upp þrautabraut þar sem menn geta sýnt snilli sína í að leysa hefðbundnar þrautir fjallmanna – keppni þar sem reynir á karlmennsku og þor!
 
 21:30- 23:00....
 
 KÓTILETTAN.
 
 Lambakótelettur í raspi í miklu magni á Sörlastöðum. Verðlaun veitt fyrir sigurvegara Smalans –dómnefnd lýsir vali og afhendir verðlaun.
 
 Verð kr. 5.000. Matur + 3 bjórar. Allur ágóði fer í tækjakaupasjóð Sörla.
 
 Skráning fer fram hjá Sörla á [email protected] og greitt er við komuna í kótilettuveisluna.  Nauðsynlegt er að skrá sig með fyrirvara til að tryggja að enginn fari svangur heim.
 
Sem fyrr er þetta viðburður sem enginn sannur hestakarl og kótilettuunnandi má láta sig vanta á.