Reiðtúr hjá Hestamannafélaginu Ljúf í Hveragerði

31.05.2019 - 16:57
  Ferða og skemmtinefnd Ljúfs ætla að efna til sameiginlegs reiðtúrs sunnudaginn 9.júní í tilefni loks hreinsunarátaks í dalnum.  Riðið verður til Halldórs og Bíbí á Nautaflötum (fjárhúsunum - beint á móti Hvammi) en þar sem við komum úr ýmsum áttum ætlum við að hittast klukkan 15.00 þar sem við munum fá okkur hressingu saman.
 
 Tekin verður skemmtilegur hringur um okkar frábæru reiðstíga og endum við í félagsheimilinu þar sem efnt verður til góðrar grillveislu, fyrir þá sem ekki komast í reiðtúrinn en vilja koma og borða með okkur er matur klukkan 19.
 
Boðið verður upp á beitarhólf yfir nótt fyrir þá sem vilja á Vorsabæjarvöllum. Við vonumst til að sjá sem flesta enda gleðistund. Vinsamlegast skráið ykkur svo að nóg verði að veigum fyrir alla!