Skeiðleikar Skeiðfélagsins nr 2, Gæðingamót Geysis og úrtaka 15.-16. júní

12.06.2019 - 15:28
Skráningarfrestur er framlengdur til miðnættis í kvöld miðvikudagskvöld 12.júní. 
Gæðingamót Geysis verður haldið á Rangárbökkum við Hellu helgina 15.-16. júní. Þar verður keppt í öllum flokkum gæðingakeppninar þar á meðal áhugamannaflokkum og pollaflokkur.
 
Mótið er líka úrtaka fyrir fjórðungsmót.
 
Skeiðfélagið í samstarfi við hestavöruverslunina Baldvin og Þorvald standa fyrir skeiðleikum laugardaginn 15. júní. Það er til mikils að vinna fyrir þann sem flest stig hlýtur á þeim fimm skeiðleikum sem haldnir eru.
Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefur sigurvegara skeiðleikanna 100.000 króna gjafaúttekt í verslun sinni. Til minningar um hinn merka hestamenn og einn af forsvarsmönnum Skeiðfélagsins gefa Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir farandgrip sem ber nafnið „Öderinn“.
 
Skráningargjald í gæðingakeppnina er 5.000kr. í ungmenni og fullorðinsflokka. Í skeiðgreinar er gjaldið 3.000kr. Frítt er fyrir polla, börn og unglinga.
 
Skráning er hafin á www.sportfengur.com. Allar keppnisgreinar eru undir Hestamannafélaginu Geysi. Áhugamannaflokkur skráir í gæðingaflokkur 2 í A flokki og B flokki. Skráningu lýkur miðvikudaginn 12. júní.
 
Ef vandræði koma upp við skráningu er hægt að hafa samband í síma 863-7130 áður en skráningu lýkur. Minnum þá á sem hafa lent í vandræðum áður að vera tímanlega til að allt gangi vel.
 
Mótanefndin