Suðurlandsmót Yngriflokka 16-18.ágúst

11.08.2019 - 15:15
Suðurlandsmót Yngriflokka verður haldið á Rangárbökkum við Hellu um næstu helgi 16-18.ágúst 2019. Keppt er í öllum helstu flokkum í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki í hestaíþróttum.

Skráning er núna í fullum gangi og fer fram á sportfengur.com þar sem allar upplýsingar eru um keppnisgreinar og greiðslu. Að venju er aðildarfélag sem sér um mótið hestamannafélagið Geysir.

Skráningu lýkur þriðjudaginn 13.ágúst.
Allar fyrirspurnir varðandi skráningu og annað varðandi mótið er í síma 6612401.
Ef vandræði koma upp varðandi skráningu þá hafið samband í sama síma áður en skráningarfrestur rennur út.
Dagskrá og ráslistar munu svo birtast í LH-appinu.

Allar afskráningar fara eingönu fram í síma 6612401.
mótanefndin.