Meistaradeildin auglýsir eftir liðum

29.08.2019 - 09:18
Meistaradeild í hestaíþróttum er án efa einn stærsti viðburður ársins í hestaheiminum. Undirbúningur fyrir næsta tímabil er í fullum gangi en lið hafa til 31. ágúst til að skila af sér umsóknum.

Áhugasamir skulu senda inn umsókn á netfangið [email protected] en þar þarf að koma fram nafn liðs, liðseigendur og knapar liðsins.

Stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum