Metamót Spretts 2019

29.08.2019 - 09:20
Nú styttist í eitt skemmtilegasta mót ársins, Metamót Spretts en mótið mun fara fram á Samskipavellinum og í Samskipahöllinni 6.-8.september. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 2. september og fer skráning fram á skraning.sportfengur.com

Keppt verður í A- og B-flokki gæðinga á beinni braut en boðið verður upp á opinn flokk og áhugamannaflokk. Einnig verður boðið upp á keppni í tölti T3, 1.flokki og 2.flokki en forkeppnin mun fara fram úti á Samskipavellinum en úrslitin á laugardagskvöldinu inni í Samskipahöllinni.
 
Fyrirtækjatöltið verður á sínum stað á laugardagskvöldinu inni í Samskipahöllinni. Að sjálfsögðu verða skeiðkappreiðar að venju og keppt verður í 100m fljúgandi ljósaskeiði, 150m skeiði og 250m skeiði. Einnig verður boðið uppá 250m stökk og 100m tölt, (skráning í töltið er undir 300m brokk í Sportfeng.

Það verður nóg um að vera í Samskipahöllinni á laugardeginum en þar verður perlað af Krafti milli 13:00 - 16:00. Sýnt verður frá Landsleik Íslands og Moldavíu og um kvöldið verður síðan boðið upp á lambalæri og með því.

Í ár munum við bjóða áhugasömum um að auglýsa að hrossið sem er keppt á sé til sölu en þurfa þær upplýsingar að koma fram á tölvupósti [email protected] einnig biðjum við áhugamenn um að senda inn upplýsingar svo þeir lendi í réttum flokki.

Aldurstakmark er í keppni á mótinu og miðast þátttökuréttur við ungmennaflokk.

Bein útsending verður frá mótinu á Sport tv.