Sölusýning Í Rangáhöllinni

16.09.2019 - 12:06
Nokkur hrossaræktarbú í Rangárþingi hafa tekið sig saman og ætla standa fyrir sölusýningu í Rangárhöllinni á Hellu fimmtudaginn 19. september kl. 18.00. Frá hverju búi munu mæta nokkur söluhross, vel ættuð og vel tamin hross - allt frá góðum og efnilegum reiðhestum til efnilegra keppnishrossa.

Að sýningu lokinni gefst svo öllum færi á að ræða við fulltrúa búanna yfir kaffibolla í anddyri Rangárhallarinnar.

Eigum skemmtilega kvöldstund saman og njótum samverunnar og hrossana! Við hlökkum til að sjá ykkur.

Hrossaræktarbúin
 - Kvistir - Icelandic horse farm
 - Fet Horsebreeding Farm
 - Kirkjubær
 - Hemla II Hrossaræktarbú
 - Rauðilækur
 - Strandarhjáleiga
 - Árbæjarhjáleiga II - Hekla Katharína