Keppnishestabú ársins - árangur

27.09.2019 - 16:41
Á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 2. nóvember n.k. á Hótel Sögu, verður að venju verðlaunað keppnishestabú ársins.

Valnefnd óskar eftir upplýsingum frá ræktunarbúum sem hafa átt glæstan keppnisárangur hesta frá sínu búi á árinu 2019.

Árangurinn skal senda á netfangið [email protected] fyrir 7. október.