Uppsveitadeildin 2020

25.10.2019 - 09:11
Undirbúningur er hafinn fyrir Uppsveitadeildina 2020. Deildin hefst í lok janúar. Deildin verður með sama sniði og árið 2019, að undanskildum Smalanum, sem verður ekki hluti af dagskrá vetrarins.
 
Keppniskvöldin verða því þrjú nú í stað fjögurra árið 2019. Lágmarksaldur keppenda er 18 ára, eða þeir sem eru gjaldgengir sem keppendur í ungmenna og fullorðinsflokk skv. reglum LH.

Deildin verður aftur opin öllum hestamönnum en félagar í hestamannafélögunum Smára, Loga og Trausta ganga fyrir. Áfram verður hægt að vera með blönduð lið óháð félagsaðild keppanda.  Hvert lið inniheldur fimm keppendur og í heildina verða sjö lið.  Það eru því 35 sæti laus í deild vetrarins.

Skráningafrestur fyrir félagsmenn Loga, Trausta og Smára rennur út 21. nóvember næstkomandi og á skráningin að berast á netfangið: [email protected] . 22. nóvember opnar skráning fyrir þá aðila sem eru utan þessara þriggja félaga, að því gefnu að laus sæti séu enn í boði. Gildir þá reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Skráningu líkur 3. desember næstkomandi.

Þann 2. desember verður haldinn fundur fyrir þá keppendur sem hafa skráð sig í deildina og verður hann betur auglýstur þegar nær dregur.  Skyldumæting verður á þann fund.

 

Keppnisdagar eru eftirfarandi:

31. janúar - Fjórgangur

21. febrúar – Fimmgangur

13. mars – Tölt og Skeið