Forsala aðgöngumiða á LM2020

15.11.2019 - 14:22
Nú er hægt að kaupa vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og um leið styrkt það hestamannafélag sem þú ert skráður í.

Með því að kaupa í forsölu í gegnum link viðeigandi félags renna 1.000 kr til þess. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr til áramóta.

Forsölulink fyrir hestamannafélögin má nálgast hér: https://www.landsmot.is/is/news/forsala-adgongumida-i-fullum-gangi

Tökum höndum saman - styðjum félögin og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði.

A.T.H. Ef deila á link er ekki hægt að afrita slóðina úr vafranum heldur þarf að deila kóðanum.

Öllum spurningum varðandi Landsmót hestamanna 2020 er svarað á netfanginu [email protected]